Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina. Getty/Samsett NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum. NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum.
NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira