Róa lífróður eftir að stjórnandi „gerði skandal sem við vissum ekki um“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 11:50 Höfuðstöðvar Kampa ehf á Ísafirði. Já.is Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði, segir að bókhald fyrirtækisins hafi „byggst á skáldskap í allt of langan tíma.“ Nú sé unnið að því að reyna að bjarga félaginu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum. Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum.
Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira