Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. janúar 2021 10:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk meiri ábyrgð þegar leið á HM og þótti standa sig vel. EFE/Anne-Christine Poujoulat Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. Þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi lauk í fyrradag þegar Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í milliriðli III. Íslendingar unnu tvo leiki á HM en töpuðu fjórum og enduðu í 20. sæti mótsins. Vísir leitaði til þriggja sérfræðinga og lagði fyrir þá þrjár spurningar: Á hvaða braut finnst þér íslenska liðið vera og af hverju? Hvað var það besta við HM hjá Íslandi? En það versta? Hér fyrir neðan má sjá svör þeirra. Ívar Benediktsson, ritstjóri handbolta.is Ég tel íslenska landsliðið vera á réttri braut um þessar mundir. Endurnýjun leikmannahópsins gengur vel fyrir sig. Fjölmennur hópur leikmanna er á aldrinum 21 til 24 ára. Ekki gleyma því að síðasta ár hefur nánast farið í súginn vegna veirunna og þær fáu stundir sem áttu að gefast til æfinga og þróunar á síðasta ári voru mun færri en eftir stóðu. Kemur það ekki síst niður á liðum sem hafa ekki mikla reynslu. Í þeim efnum er ekki hægt að bera okkar lið saman við Dani, Spánverja og fleiri sem þrátt fyrir að hafa einnig orðið fyrir barðinu á veirunni hafa á að skipa leikmannahópnum sem hafa verið lengur saman. Varnarleikurinn er hefur tekið stórstígum framförum. Leiðtogi varnarinnar er fundin, Ýmir Örn Gíslason. Hann er eitt besta dæmið um að landsliðið er á réttri leið. Hann er ekki sami leikmaður og lék á sínu fyrsta stórmóti fyrir þremur árum. Fleira hefur þróast í réttar átti og má nefna að fleiri yngri leikmenn hafa axlað augna ábyrgð og gert það með glæsibrag. Má þar m.a. nefna Gísla Þorgeir Kristjánsson sem er aðeins 21 árs. Þótt eldri sé er Viggó Kristjánsson mun sterkari leikmaður en fyrir tveimur árum. Fleira er að þróast í rétta átt. Að stærstu hluta er þróun liðsins á næstu tveimur til þremur árum undir leikmönnunum sjálfum komið. Þá vantar marga mun meiri líkamlegan styrk sem sást hvað best í samanburði við leikmenn norska og franska landsliðins. Ýmir Örn Gíslason með góð tök á Christian O'Sullivan í leiknum við Noreg.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Besta við landsliðið á HM var varnarleikurinn. Hann var frábær allt þar til í síðasta leiknum að talsvert losnaði um. Á móti kom að landsliðið náði þrátt fyrir greinilega mun í líkamlegum styrk að hlaupa nánast á pari við Norðmennina. Einnig var meðal þess jákvæð að sjá yngri leikmenn í stórum hlutverkum og jafnvel að sjá nýja leikmenn, eins og Elliða Snæ og Kristján Örn, sem þrátt fyrir að hafa gert margar villur eru það klókir og metnaðargjarnir þeir munu ekkert annað gera en að læra af reynslunni. Versta var sannarlega að tapa fjórum leikjum með tveimur mörkum. Það svíður því sigurmöguleikar voru fyrir hendi í þeim öllum. Eins var slök nýting opinna færa, vítakasta auk skorts á þori til hraðaupphlaupa löstur. Einnig þarf að útfæra hraðaupphlaup betur sem kannski er ástæða þess að hraðaupphlaupin voru oft slök og illa nýtt. Ásgeir Örn Hallgrímsson, silfurdrengur Ég held að liðið sé á réttri leið. Þó að það hafi verið mikil vonbrigði á mótinu þá tel ég mjög jákvæð teikn á lofti. Varnarleikurinn og markvarslan var með mjög jákvæðum hætti. Svo fengum við nýja leikmenn sem skiluðu góðu framlagi. Gísli var til að mynda góður og Ýmir er orðinn „prófíll“ – leiðtogi varnarinnar. Ýmir hefur tekið miklum framförum í Þýskalandi og var heilt yfir mjög góður á mótinu, og hefur unnið vel í þeim veikleikum sem hann átti við. Hann lofar ofboðslega góðu. Það sem upp á vantaði, sérstaklega í sóknarleiknum, er alveg hægt að laga og efniviðurinn er klárlega til staðar. Þegar Aron kemur aftur inn bætast við ofboðsleg gæði og þá lítur þetta mjög vel út. Íslenska landsliðið er á réttri braut að mati sérfræðinga sem Vísir ræddi við. Gísli Þorgeir Kristjánsson þótti standa sig vel á HM.EPA-EFE/Petr David Josek Sóknarleikurinn var hins vegar bara ekki góður, nema þá fyrir utan síðustu tvo leikina. Það byrjar bara strax þegar við vinnum boltann. Við erum lengi að vinna okkur fram völlinn, fáum tiltölulega fá hraðaupphlaup, erum ekki með nógu markvissa seinni bylgju, og svo vantar bara hraða í sóknarleikinn. Það var það sem maður saknaði mest, alla vega framan af. Gott flot í sóknarleiknum, skarpar, hraðar árásir. Þetta er algjört lykilatriði ef við ætlum okkur í hóp átta bestu í heimi Okkur vantaði auðvitað aðalsóknarmanninn, eins og margoft hefur verið bent á. Ég held að við hefðum unnið Sviss með Aron í liðinu, og sennilega Portúgal líka. Samt vantaði líka þennan hraða. En maður spyr sig líka af hverju menn fara fyrst að sleppa sér svona og spila góðan sóknarbolta eftir tapið gegn Sviss. Höndluðu þeir spennuna svona illa? Var það svona þrúgandi að spila í þessum kringumstæðum? Það lítur þannig út, miðað við hvernig þeir spiluðu gegn betri liðum í lokin. Kannski sást þarna reynsluleysi og vantaði upp á andlegan styrk. Það er þá fínt að þessir leikir fari í reynslubankann. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH Mér finnst liðið vera á ágætis leið. Það er auðvitað stórt skarð hoggið þegar Aron vantar, sérstaklega í sóknarleiknum, en þarna fengu aðrir strákar tækifæri. Gísli var til dæmis góður, og óx mjög ásmegin eftir því sem hann fékk meira traust. Hann hefur átt í erfiðum meiðslum og gaman að sjá hann vera að ná vopnum sínum aftur. Það hefði verið gaman að sjá þetta lið spila með Aroni. Ég held að það hefði losað um örvhentu leikmennina eins og Ómar og Viggó, sem hefðu notið sín enn meira. Manni fannst það vanta, og við áttum auðvitað í erfiðleikum sóknarlega stóran hluta mótsins. Sérstaklega þegar þjóðirnar spiluðu öfluga 6-0 vörn. Þá vantaði Aron með sína skotógn og yfirsýn upp á línusendingar og fleira. Hann hefði opnað völlinn fyrir hina og liðið hefði ekki þurft að streða svona. Það þurfti að hafa rosalega mikið fyrir hverju marki. Mér fannst við öflugir varnarlega og það var gaman að sjá hvernig Ýmir stóð sig. Við vorum með þekktari stærðir eins og Elvar, Óla Guðmunds og Alexander Petersson þegar hann var með. Við gátum staðið hörkuvörn. Svo sá maður glitta í það að bæði Ágúst Elí og Viktor Gísli hafa tekið framförum síðasta árið í markinu. Það hefur oft verið talað um vörn og markvörslu sem vandamál en mér finnst við á góðri leið þar. Það var líka gaman að sjá hvernig Elliði kom inn í miðja vörnina. Elliði Snær Viðarsson þreytti frumraun sína á stórmóti og komst vel frá sínu.EPA-EFE/URS FLUEELER Við gátum staðið þéttan varnarleik og þegar leið á mótið náðum við að fá út úr honum auðveld mörk – vinna boltann og keyra seinni bylgjuna. Það kom einhver „dýnamík“ í liðið sem var ekki í fyrstu leikjunum. Það var mun skemmtilegra að horfa á þennan varnarleik þegar hann skilaði hraðaupphlaupsmörkum, og það léttir líka rosalega á sóknarleiknum að þurfa ekki alltaf að stilla upp á móti 100 kílóa jöxlum sem spila 6-0 vörn. Ég held að við séum ekkert rosalega langt frá því markmiði að vera meðal átta bestu þjóða í heimi. Við eigum alveg möguleika á því en það eru líka önnur lið með frábæra leikmenn á uppleið. Það hefur verið mikið talað um að við séum að fá upp varnarmenn og markmenn, en þessir strákar eru enn 20-25 ára og menn blómstra nú oft seinna á ferlinum í þessum stöðum. Þeir verða enn bara 21-26 ára á næsta ári, en þarna eru leikmenn sem eru að spila á mjög góðu stigi í atvinnumennsku. Ef að Gísli og Haukur halda áfram að þróast, Ómar Ingi, Viggó og Donni [Kristján Örn] eru í sterkri deild, þannig að þegar þessir menn eru komnir með 1-2 ár í viðbót þá sér maður alveg mikið búa í liðinu. Viggó Kristjánsson blómstraði á köflum á HM en betur hefði losnað um hann ef Aron Pálmarsson hefði spilað, bendir Ásbjörn á.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Það má hafa í huga að þessir leikmenn hafa ekki spilað rosalega mikið saman. Það tekur meira en eitt heimsmeistaramót fyrir menn að tikka saman. Það var hluti af vandræðunum í sóknarleiknum framan af móti. Það sást í leikjunum við Sviss og Portúgal að þetta var ekki útilína sem hafði farið í gegnum mótlæti saman. Það er rosalega auðvelt að vera góður í meðbyr, en það reynir á að menn þekki hvern annan þegar á móti blæs. Þeir eru allir góðir í handbolta en þarna vantaði bara samhæfingu. Ef að Aron Pálmarsson er heill og við erum með allt liðið okkar, þá eigum við alveg að geta unnið leiki gegn liðum eins og Noregi og Frakklandi – leiki sem við höfum verið að tapa frekar naumlega á síðustu árum. Við þurfum að ná aðeins meiri þroska til að geta unnið einn og einn slíkan leik, og með því fylgir enn meiri trú á að liðið geti barist meðal þeirra bestu. Við erum með öfluga hornamenn og okkur vantar leikmann eins og Aron – ekki kannski alveg annan Aron Pálmarsson – en leikmann sem getur valið sendingu en einnig skotið fyrir utan. Okkur vantar aðeins fjölbreyttara vopnabúr í útilínuna í sókninni. Óli Guðmunds er helst aðeins öðruvísi en hinir – hann getur komið og bombað á markið – en hinir eru svolítið mikið í glufuskotum og slíku. Við sprengjum framliggjandi varnir vel en mér finnst við þurfa betri lausnir gegn 6-0 vörnum þegar Aron er ekki. HM 2021 í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi lauk í fyrradag þegar Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í milliriðli III. Íslendingar unnu tvo leiki á HM en töpuðu fjórum og enduðu í 20. sæti mótsins. Vísir leitaði til þriggja sérfræðinga og lagði fyrir þá þrjár spurningar: Á hvaða braut finnst þér íslenska liðið vera og af hverju? Hvað var það besta við HM hjá Íslandi? En það versta? Hér fyrir neðan má sjá svör þeirra. Ívar Benediktsson, ritstjóri handbolta.is Ég tel íslenska landsliðið vera á réttri braut um þessar mundir. Endurnýjun leikmannahópsins gengur vel fyrir sig. Fjölmennur hópur leikmanna er á aldrinum 21 til 24 ára. Ekki gleyma því að síðasta ár hefur nánast farið í súginn vegna veirunna og þær fáu stundir sem áttu að gefast til æfinga og þróunar á síðasta ári voru mun færri en eftir stóðu. Kemur það ekki síst niður á liðum sem hafa ekki mikla reynslu. Í þeim efnum er ekki hægt að bera okkar lið saman við Dani, Spánverja og fleiri sem þrátt fyrir að hafa einnig orðið fyrir barðinu á veirunni hafa á að skipa leikmannahópnum sem hafa verið lengur saman. Varnarleikurinn er hefur tekið stórstígum framförum. Leiðtogi varnarinnar er fundin, Ýmir Örn Gíslason. Hann er eitt besta dæmið um að landsliðið er á réttri leið. Hann er ekki sami leikmaður og lék á sínu fyrsta stórmóti fyrir þremur árum. Fleira hefur þróast í réttar átti og má nefna að fleiri yngri leikmenn hafa axlað augna ábyrgð og gert það með glæsibrag. Má þar m.a. nefna Gísla Þorgeir Kristjánsson sem er aðeins 21 árs. Þótt eldri sé er Viggó Kristjánsson mun sterkari leikmaður en fyrir tveimur árum. Fleira er að þróast í rétta átt. Að stærstu hluta er þróun liðsins á næstu tveimur til þremur árum undir leikmönnunum sjálfum komið. Þá vantar marga mun meiri líkamlegan styrk sem sást hvað best í samanburði við leikmenn norska og franska landsliðins. Ýmir Örn Gíslason með góð tök á Christian O'Sullivan í leiknum við Noreg.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Besta við landsliðið á HM var varnarleikurinn. Hann var frábær allt þar til í síðasta leiknum að talsvert losnaði um. Á móti kom að landsliðið náði þrátt fyrir greinilega mun í líkamlegum styrk að hlaupa nánast á pari við Norðmennina. Einnig var meðal þess jákvæð að sjá yngri leikmenn í stórum hlutverkum og jafnvel að sjá nýja leikmenn, eins og Elliða Snæ og Kristján Örn, sem þrátt fyrir að hafa gert margar villur eru það klókir og metnaðargjarnir þeir munu ekkert annað gera en að læra af reynslunni. Versta var sannarlega að tapa fjórum leikjum með tveimur mörkum. Það svíður því sigurmöguleikar voru fyrir hendi í þeim öllum. Eins var slök nýting opinna færa, vítakasta auk skorts á þori til hraðaupphlaupa löstur. Einnig þarf að útfæra hraðaupphlaup betur sem kannski er ástæða þess að hraðaupphlaupin voru oft slök og illa nýtt. Ásgeir Örn Hallgrímsson, silfurdrengur Ég held að liðið sé á réttri leið. Þó að það hafi verið mikil vonbrigði á mótinu þá tel ég mjög jákvæð teikn á lofti. Varnarleikurinn og markvarslan var með mjög jákvæðum hætti. Svo fengum við nýja leikmenn sem skiluðu góðu framlagi. Gísli var til að mynda góður og Ýmir er orðinn „prófíll“ – leiðtogi varnarinnar. Ýmir hefur tekið miklum framförum í Þýskalandi og var heilt yfir mjög góður á mótinu, og hefur unnið vel í þeim veikleikum sem hann átti við. Hann lofar ofboðslega góðu. Það sem upp á vantaði, sérstaklega í sóknarleiknum, er alveg hægt að laga og efniviðurinn er klárlega til staðar. Þegar Aron kemur aftur inn bætast við ofboðsleg gæði og þá lítur þetta mjög vel út. Íslenska landsliðið er á réttri braut að mati sérfræðinga sem Vísir ræddi við. Gísli Þorgeir Kristjánsson þótti standa sig vel á HM.EPA-EFE/Petr David Josek Sóknarleikurinn var hins vegar bara ekki góður, nema þá fyrir utan síðustu tvo leikina. Það byrjar bara strax þegar við vinnum boltann. Við erum lengi að vinna okkur fram völlinn, fáum tiltölulega fá hraðaupphlaup, erum ekki með nógu markvissa seinni bylgju, og svo vantar bara hraða í sóknarleikinn. Það var það sem maður saknaði mest, alla vega framan af. Gott flot í sóknarleiknum, skarpar, hraðar árásir. Þetta er algjört lykilatriði ef við ætlum okkur í hóp átta bestu í heimi Okkur vantaði auðvitað aðalsóknarmanninn, eins og margoft hefur verið bent á. Ég held að við hefðum unnið Sviss með Aron í liðinu, og sennilega Portúgal líka. Samt vantaði líka þennan hraða. En maður spyr sig líka af hverju menn fara fyrst að sleppa sér svona og spila góðan sóknarbolta eftir tapið gegn Sviss. Höndluðu þeir spennuna svona illa? Var það svona þrúgandi að spila í þessum kringumstæðum? Það lítur þannig út, miðað við hvernig þeir spiluðu gegn betri liðum í lokin. Kannski sást þarna reynsluleysi og vantaði upp á andlegan styrk. Það er þá fínt að þessir leikir fari í reynslubankann. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH Mér finnst liðið vera á ágætis leið. Það er auðvitað stórt skarð hoggið þegar Aron vantar, sérstaklega í sóknarleiknum, en þarna fengu aðrir strákar tækifæri. Gísli var til dæmis góður, og óx mjög ásmegin eftir því sem hann fékk meira traust. Hann hefur átt í erfiðum meiðslum og gaman að sjá hann vera að ná vopnum sínum aftur. Það hefði verið gaman að sjá þetta lið spila með Aroni. Ég held að það hefði losað um örvhentu leikmennina eins og Ómar og Viggó, sem hefðu notið sín enn meira. Manni fannst það vanta, og við áttum auðvitað í erfiðleikum sóknarlega stóran hluta mótsins. Sérstaklega þegar þjóðirnar spiluðu öfluga 6-0 vörn. Þá vantaði Aron með sína skotógn og yfirsýn upp á línusendingar og fleira. Hann hefði opnað völlinn fyrir hina og liðið hefði ekki þurft að streða svona. Það þurfti að hafa rosalega mikið fyrir hverju marki. Mér fannst við öflugir varnarlega og það var gaman að sjá hvernig Ýmir stóð sig. Við vorum með þekktari stærðir eins og Elvar, Óla Guðmunds og Alexander Petersson þegar hann var með. Við gátum staðið hörkuvörn. Svo sá maður glitta í það að bæði Ágúst Elí og Viktor Gísli hafa tekið framförum síðasta árið í markinu. Það hefur oft verið talað um vörn og markvörslu sem vandamál en mér finnst við á góðri leið þar. Það var líka gaman að sjá hvernig Elliði kom inn í miðja vörnina. Elliði Snær Viðarsson þreytti frumraun sína á stórmóti og komst vel frá sínu.EPA-EFE/URS FLUEELER Við gátum staðið þéttan varnarleik og þegar leið á mótið náðum við að fá út úr honum auðveld mörk – vinna boltann og keyra seinni bylgjuna. Það kom einhver „dýnamík“ í liðið sem var ekki í fyrstu leikjunum. Það var mun skemmtilegra að horfa á þennan varnarleik þegar hann skilaði hraðaupphlaupsmörkum, og það léttir líka rosalega á sóknarleiknum að þurfa ekki alltaf að stilla upp á móti 100 kílóa jöxlum sem spila 6-0 vörn. Ég held að við séum ekkert rosalega langt frá því markmiði að vera meðal átta bestu þjóða í heimi. Við eigum alveg möguleika á því en það eru líka önnur lið með frábæra leikmenn á uppleið. Það hefur verið mikið talað um að við séum að fá upp varnarmenn og markmenn, en þessir strákar eru enn 20-25 ára og menn blómstra nú oft seinna á ferlinum í þessum stöðum. Þeir verða enn bara 21-26 ára á næsta ári, en þarna eru leikmenn sem eru að spila á mjög góðu stigi í atvinnumennsku. Ef að Gísli og Haukur halda áfram að þróast, Ómar Ingi, Viggó og Donni [Kristján Örn] eru í sterkri deild, þannig að þegar þessir menn eru komnir með 1-2 ár í viðbót þá sér maður alveg mikið búa í liðinu. Viggó Kristjánsson blómstraði á köflum á HM en betur hefði losnað um hann ef Aron Pálmarsson hefði spilað, bendir Ásbjörn á.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Það má hafa í huga að þessir leikmenn hafa ekki spilað rosalega mikið saman. Það tekur meira en eitt heimsmeistaramót fyrir menn að tikka saman. Það var hluti af vandræðunum í sóknarleiknum framan af móti. Það sást í leikjunum við Sviss og Portúgal að þetta var ekki útilína sem hafði farið í gegnum mótlæti saman. Það er rosalega auðvelt að vera góður í meðbyr, en það reynir á að menn þekki hvern annan þegar á móti blæs. Þeir eru allir góðir í handbolta en þarna vantaði bara samhæfingu. Ef að Aron Pálmarsson er heill og við erum með allt liðið okkar, þá eigum við alveg að geta unnið leiki gegn liðum eins og Noregi og Frakklandi – leiki sem við höfum verið að tapa frekar naumlega á síðustu árum. Við þurfum að ná aðeins meiri þroska til að geta unnið einn og einn slíkan leik, og með því fylgir enn meiri trú á að liðið geti barist meðal þeirra bestu. Við erum með öfluga hornamenn og okkur vantar leikmann eins og Aron – ekki kannski alveg annan Aron Pálmarsson – en leikmann sem getur valið sendingu en einnig skotið fyrir utan. Okkur vantar aðeins fjölbreyttara vopnabúr í útilínuna í sókninni. Óli Guðmunds er helst aðeins öðruvísi en hinir – hann getur komið og bombað á markið – en hinir eru svolítið mikið í glufuskotum og slíku. Við sprengjum framliggjandi varnir vel en mér finnst við þurfa betri lausnir gegn 6-0 vörnum þegar Aron er ekki.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira