Harriet Tubman verði andlit tuttugu dollara seðilsins sem fyrst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:09 Ríkisstjórn Joe Bidens hyggst reyna að flýta ferlinu við að koma Harriet Tubman á tuttugu dollara seðilinn. EPA/ERIK S. LESSER Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hyggst leita leiða til að flýta ferlinu við að prenta peningaseðla með mynd af Harriet Tubman. Stjórn Donalds Trump, forvera hans í embætti, lét ákvörðun Baracks Obama þess efnis niður falla. Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt. Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt.
Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira