Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 06:38 Þingmenn fulltrúadeildarinnar fara hér með ákæruna yfir til öldungadeildarinnar til að afhenda hana formlega. Getty/Samuel Corum Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira