Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Kári Gautason skrifar 26. janúar 2021 15:00 Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun