Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna Lísbet Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 16:27 Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar