Fögnum alþjóðlegum persónuverndardegi! Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2021 08:01 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Á slíkum tímamótum er vert að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn um persónuverndarmálefni var undirritaður - Evrópuráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess fagnar Persónuvernd nú 20 ára starfsafmæli. Alger umbylting hefur orðið á vinnslu persónuupplýsinga undanfarin ár - allt hagkerfið byggir í dag á vinnslu slíkra upplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu. Ísland á sæti í Evrópska persónuverndarráðinu í gegnum EES-samninginn og í tilefni dagsins sendir ráðið eftirfarandi skilaboð: Skilaboð frá Evrópska persónuverndarráðinu Í nútímaþjóðfélagi eru persónuupplýsingarnar þínar orðnar að verðmæti í augum marga. Þegar þú notar farsímann þinn, líkar við færslu á samfélagsmiðlum og vafrar um Netið deilir þú upplýsingum um þig með hverjum smelli. Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér og því áttu rétt á að vita hvert þær fara og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Þar sem persónuvernd telst til grundvallarmannréttinda í Evrópu höfum við eina öflugustu löggjöf á þessu sviði í heiminum, almennu persónuverndarreglugerðina. Öll löndin hafa sína eigin sjálfstæðu persónuverndarstofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnanir ESB hafa einnig sinn eigin eftirlitsaðila, Evrópsku persónuverndarstofnunina. Saman myndum við Evrópska persónuverndarráðið (EDPB). EDPB er einstakt, þar sem það samanstendur af 31 aðila, sumir stórir og aðrir smáir, sem allir hafa jafna rödd og áhrif. Saman tryggjum við að persónuvernd stoppi ekki við landamæri okkar og að allir einstaklingar njóti sömu verndar, óháð því hvar í Evrópu þeir eru búsettir. Við hjá EDPB óskum ykkur gleðilegs og öruggs persónuverndardags! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Á slíkum tímamótum er vert að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn um persónuverndarmálefni var undirritaður - Evrópuráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess fagnar Persónuvernd nú 20 ára starfsafmæli. Alger umbylting hefur orðið á vinnslu persónuupplýsinga undanfarin ár - allt hagkerfið byggir í dag á vinnslu slíkra upplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu. Ísland á sæti í Evrópska persónuverndarráðinu í gegnum EES-samninginn og í tilefni dagsins sendir ráðið eftirfarandi skilaboð: Skilaboð frá Evrópska persónuverndarráðinu Í nútímaþjóðfélagi eru persónuupplýsingarnar þínar orðnar að verðmæti í augum marga. Þegar þú notar farsímann þinn, líkar við færslu á samfélagsmiðlum og vafrar um Netið deilir þú upplýsingum um þig með hverjum smelli. Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér og því áttu rétt á að vita hvert þær fara og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Þar sem persónuvernd telst til grundvallarmannréttinda í Evrópu höfum við eina öflugustu löggjöf á þessu sviði í heiminum, almennu persónuverndarreglugerðina. Öll löndin hafa sína eigin sjálfstæðu persónuverndarstofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnanir ESB hafa einnig sinn eigin eftirlitsaðila, Evrópsku persónuverndarstofnunina. Saman myndum við Evrópska persónuverndarráðið (EDPB). EDPB er einstakt, þar sem það samanstendur af 31 aðila, sumir stórir og aðrir smáir, sem allir hafa jafna rödd og áhrif. Saman tryggjum við að persónuvernd stoppi ekki við landamæri okkar og að allir einstaklingar njóti sömu verndar, óháð því hvar í Evrópu þeir eru búsettir. Við hjá EDPB óskum ykkur gleðilegs og öruggs persónuverndardags! Höfundur er forstjóri Persónuverndar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar