Fögnum alþjóðlegum persónuverndardegi! Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2021 08:01 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Á slíkum tímamótum er vert að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn um persónuverndarmálefni var undirritaður - Evrópuráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess fagnar Persónuvernd nú 20 ára starfsafmæli. Alger umbylting hefur orðið á vinnslu persónuupplýsinga undanfarin ár - allt hagkerfið byggir í dag á vinnslu slíkra upplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu. Ísland á sæti í Evrópska persónuverndarráðinu í gegnum EES-samninginn og í tilefni dagsins sendir ráðið eftirfarandi skilaboð: Skilaboð frá Evrópska persónuverndarráðinu Í nútímaþjóðfélagi eru persónuupplýsingarnar þínar orðnar að verðmæti í augum marga. Þegar þú notar farsímann þinn, líkar við færslu á samfélagsmiðlum og vafrar um Netið deilir þú upplýsingum um þig með hverjum smelli. Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér og því áttu rétt á að vita hvert þær fara og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Þar sem persónuvernd telst til grundvallarmannréttinda í Evrópu höfum við eina öflugustu löggjöf á þessu sviði í heiminum, almennu persónuverndarreglugerðina. Öll löndin hafa sína eigin sjálfstæðu persónuverndarstofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnanir ESB hafa einnig sinn eigin eftirlitsaðila, Evrópsku persónuverndarstofnunina. Saman myndum við Evrópska persónuverndarráðið (EDPB). EDPB er einstakt, þar sem það samanstendur af 31 aðila, sumir stórir og aðrir smáir, sem allir hafa jafna rödd og áhrif. Saman tryggjum við að persónuvernd stoppi ekki við landamæri okkar og að allir einstaklingar njóti sömu verndar, óháð því hvar í Evrópu þeir eru búsettir. Við hjá EDPB óskum ykkur gleðilegs og öruggs persónuverndardags! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Á slíkum tímamótum er vert að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn um persónuverndarmálefni var undirritaður - Evrópuráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess fagnar Persónuvernd nú 20 ára starfsafmæli. Alger umbylting hefur orðið á vinnslu persónuupplýsinga undanfarin ár - allt hagkerfið byggir í dag á vinnslu slíkra upplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu. Ísland á sæti í Evrópska persónuverndarráðinu í gegnum EES-samninginn og í tilefni dagsins sendir ráðið eftirfarandi skilaboð: Skilaboð frá Evrópska persónuverndarráðinu Í nútímaþjóðfélagi eru persónuupplýsingarnar þínar orðnar að verðmæti í augum marga. Þegar þú notar farsímann þinn, líkar við færslu á samfélagsmiðlum og vafrar um Netið deilir þú upplýsingum um þig með hverjum smelli. Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér og því áttu rétt á að vita hvert þær fara og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Þar sem persónuvernd telst til grundvallarmannréttinda í Evrópu höfum við eina öflugustu löggjöf á þessu sviði í heiminum, almennu persónuverndarreglugerðina. Öll löndin hafa sína eigin sjálfstæðu persónuverndarstofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnanir ESB hafa einnig sinn eigin eftirlitsaðila, Evrópsku persónuverndarstofnunina. Saman myndum við Evrópska persónuverndarráðið (EDPB). EDPB er einstakt, þar sem það samanstendur af 31 aðila, sumir stórir og aðrir smáir, sem allir hafa jafna rödd og áhrif. Saman tryggjum við að persónuvernd stoppi ekki við landamæri okkar og að allir einstaklingar njóti sömu verndar, óháð því hvar í Evrópu þeir eru búsettir. Við hjá EDPB óskum ykkur gleðilegs og öruggs persónuverndardags! Höfundur er forstjóri Persónuverndar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar