Kerfi um kerfi frá kerfi til kerfis. En ekki til barna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2021 13:00 Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Réttindi barna Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar