Repúblikanar leita á náðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2021 08:01 Donald Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins. Uppi til vinstri er Kevin McCarthy og fyrir neðan hann er Mitch McConnell. Þeir eru leiðtogar Repúblikana í fulltrúda- og öldungadeildunum. Uppi hægra megin er svo Ronna McDaniel, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins, og þar fyrir neðan er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður flokksins. Vísir/AP/EPA Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. Í aðdraganda ákærunnar sögðust þeir til að mynda ekki ætla að þrýsta á þingmenn flokksins um að greiða atkvæði gegn því að Trump yrði ákærður og sögðu hann bera ábyrgð á árásinni að hluta til. Sjálfur var forsetinn reiður yfir því hve lítils stuðnings hann naut og því að þingmenn og aðrir Repúblikanar vörðu hann ekki opinberlega, samhliða því að hann sagðist enga ábyrgð bera á árásinni. Þegar Trump var svo ákærður greiddu tíu þingmenn flokksins atkvæði með ákæru. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Eins og það er orðað í umfjöllun Politico, þá virtist Trump geislavirkur. Það var þá. Þó tiltölulega stutt sé liðið þá gerast hlutirnir oft hratt í pólitík og Repúblikanar leita nú á náðir Trumps. Annað hljóð í kútnum Bandamenn Trumps á þingi herja fast á þá tíu þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru og hafa kallað eftir því að þeim verði vikið úr Repúblikanaflokknum. Þá eru þingmenn flokksins sífellt háværari í andstöðu þeirra við ákæruna gegn Trump. „Við þörfnumst hvers annars. Við þurfum svo sannarlega á honum og kjósendum hans að halda,“ sagði einn stjórnarmeðlimur Repúblikanaflokksins í Arkansas við Politico. Hann sagði Trump sömuleiðis þurfa á Repúblikanaflokknum að halda. Því þyrfti að leysa deilurnar í flokknum. Annar sagði að Repúblikanaflokkurinn myndi lítið græða á því að reyna að gera Trump útlægan úr flokknum. Þrátt fyrir að hafa í upphafi gagnrýnt Trump og aðkomu hans að árásinni á þinghúsið ætla þingmenn Repúblikanaflokksins sér að ná sáttum við hann. Mögulega vegna þess að forsetinn fyrrverandi nýtur enn mikils stuðnings meðal hefðbundinna kjósenda Repúblikanaflokksins og þess að hann ætlar að beita sér gegn þeim Repúblikönum sem hann telur óvini sína. Fór til Flórída að lægja öldurnar Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði fyrir rúmum tveimur vikum að Trump bæri að hluta til ábyrgð á árásinni og spurði aðra þingmenn hvort hann ætti að kalla eftir því að Trump segði af sér. Þá bárust fregnir af því að Trump hefði kallað hann „ræfil“ (e. pussy). Í gær fór McCarthy þó til Flórída og leitaði stuðnings Trumps fyrir komandi kosningar. Í kjölfar fundarins sendu þeir frá sér mynd og yfirlýsingu þar sem stóð að sameinaðir myndu þeir vinna hörðum höndum að því að tryggja Repúblikanaflokknum meirihluta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum á næsta ári. United and ready to win in '22. https://t.co/YJWqCdBrCh— Kevin McCarthy (@kevinomccarthy) January 28, 2021 Samkvæmt frétt Washington Post var nokkur munur á yfirlýsingu Trumps annarsvegar og McCarthys hins vegar. Yfirlýsingin frá Trump fjallaði um það hvað stuðningur hans væri mikilvægur Repúblikanaflokknum og að vinsældir Trumps hefðu aldrei verið meiri en nú. Sem kannanir gefa til kynna að sé rangt. Yfirlýsing McCarthys fjallaði meira um sameiginlega baráttu Repúblikana fyrir kosningarnar á næsta ári og að tryggja flokknum fleiri sæti. Ætlar að beita sjóðum sínum og áhrifum Ráðgjafar Trumps hafa þegar gert ljóst að forsetinn fyrrverandi ætli að beita sér í kosningunum á næsta ári. Þá liggur fyrir að Trump situr á digrum kosningasjóðum, sem hann hefur meðal annars aflað sér í tengslum við ásakanir hans um kosningasvindl. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Trump hefur áður sýnt fram á að hann sé hefnigjarn og hafa jafnvel verið uppi vangaveltur um að Trump stofni sinn eigin stjórnmálaflokk. Reynslan innan Repúblikanaflokksins er sú að farir þú gegn Trump, tapir þú í næsta forvali flokksins fyrir kosningar, þar sem Trump nýtur svo mikils stuðnings meðal kjósenda flokksins. Það er meðal ástæðanna fyrir því að Repúblikanar vilja ná sáttum við Trump en í sama mund halda honum í hæfilegri fjarlægð. Reyna að ná til kjósenda í gegnum Trump AP fréttaveitan segir að þó tak Trumps á Repúblikanaflokknum sé sterkt sé það ekki jafn sterkt og áður. Hann hafi einangrast töluvert frá því hann lét af embætti og þá meðal annars vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtæki hafa lokað á hann vegna árásarinnar á þingið. Þá hefur Trump ekki sést opinberlega frá því hann mætti til Flórída í síðustu viku og hefur varið tíma sínum með bandamönnum og ráðgjöfum vegna réttarhaldanna sem fara munu fram í öldungadeildinni á næstunni. Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda Repbúlikanaflokksins telji sig frekar stuðningsmenn Trumps en stuðningsmenn flokksins. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar sagði að í rauninni væru Repúblikanar ekki að daðra við Trump, heldur kjósendur hans. „Ég held að Trump hafi skilið eftir sig stærðarinnar tómarúm,“ sagði Alex Conant, sem vinnur innan Repúblikanaflokksins. Hann sagði Trump hafa skilið eftir sig stærðarinnar tómarúm. Í fjögur ár hafi Repúblikanaflokkurinn í raun verið Trumpflokkurinn. Stóra spurningin sé hvort Trump muni takast að halda áhrifum sínum á flokknum á sama tíma og hann sé ekki í sviðsljósinu. Frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Markmið fólksins sem réðst á þinghúsið var að stöðva formlega staðfestingu á niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember.Getty/Lev Radin Deila um ábyrgð Trumps og þingmanna Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa verið sakaðir um að ýta einnig undir árásina á þingið með því að hafa staðið við bakið á Trump og dreift einnig áskönunum hans um kosningasvindl. Leiðtogar Demókrataflokksins segja nauðsynlegt að refsa Trump vegna árásarinnar og segja að ef það verði ekki gert, geti aðrir forsetar gert það sem þeim sýnist á síðustu dögum forsetatíðar þeirra. Here's the risk if Trump isn t convicted:A future president will try to overturn the election at the end of their term.If they succeed, they re president for life.If they fail, and can t be held to account, we can expect it to happen again.There must be consequences. pic.twitter.com/hDDi5LREcy— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 27, 2021 Undanfarna daga hafa Repúblikanar þó haldið því fram að mögulega fari það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot og segja að Demókratar séu eingöngu að reyna að ná sér niður á Trump. Washington Post segir miklar deilur eiga sér nú stað í fulltrúadeildinni. Þingmenn Demókrataflokksins segji samstarfsmönnum sínum í Repúblikanaflokknum ekki treystandi og vísa til þess að einhverjir þeirra hafi á undanförnum vikum reynt að bera skotvopn í þingsal, sem er gegn reglum þingsins. Þá eru einhverjir Demókratar sagðir hafa keypt sér skotheld vesti. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar.EPA/MICHAEL REYNOLDS Til marks um þessar deilur á þinginu sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, á blaðamannafundi á fimmtudaginn að „óvinurinn“ væri í fulltrúadeildinni og að þingmenn hefðu áhyggjur. Þá sakaði þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez öldungadeildarþingmanninn Ted Cruz, sem er ötull stuðingsmaður Trumps, um að hafa reynt að láta myrða sig. Vísaði hún þar til aðkomu Cruz að árásinni á þingið en hann er einn þeirra bandamanna Trumps sem hafa staðhæft að kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember. I am happy to work with Republicans on this issue where there s common ground, but you almost had me murdered 3 weeks ago so you can sit this one out.Happy to work w/ almost any other GOP that aren t trying to get me killed.In the meantime if you want to help, you can resign. https://t.co/4mVREbaqqm— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 28, 2021 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Í aðdraganda ákærunnar sögðust þeir til að mynda ekki ætla að þrýsta á þingmenn flokksins um að greiða atkvæði gegn því að Trump yrði ákærður og sögðu hann bera ábyrgð á árásinni að hluta til. Sjálfur var forsetinn reiður yfir því hve lítils stuðnings hann naut og því að þingmenn og aðrir Repúblikanar vörðu hann ekki opinberlega, samhliða því að hann sagðist enga ábyrgð bera á árásinni. Þegar Trump var svo ákærður greiddu tíu þingmenn flokksins atkvæði með ákæru. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Eins og það er orðað í umfjöllun Politico, þá virtist Trump geislavirkur. Það var þá. Þó tiltölulega stutt sé liðið þá gerast hlutirnir oft hratt í pólitík og Repúblikanar leita nú á náðir Trumps. Annað hljóð í kútnum Bandamenn Trumps á þingi herja fast á þá tíu þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru og hafa kallað eftir því að þeim verði vikið úr Repúblikanaflokknum. Þá eru þingmenn flokksins sífellt háværari í andstöðu þeirra við ákæruna gegn Trump. „Við þörfnumst hvers annars. Við þurfum svo sannarlega á honum og kjósendum hans að halda,“ sagði einn stjórnarmeðlimur Repúblikanaflokksins í Arkansas við Politico. Hann sagði Trump sömuleiðis þurfa á Repúblikanaflokknum að halda. Því þyrfti að leysa deilurnar í flokknum. Annar sagði að Repúblikanaflokkurinn myndi lítið græða á því að reyna að gera Trump útlægan úr flokknum. Þrátt fyrir að hafa í upphafi gagnrýnt Trump og aðkomu hans að árásinni á þinghúsið ætla þingmenn Repúblikanaflokksins sér að ná sáttum við hann. Mögulega vegna þess að forsetinn fyrrverandi nýtur enn mikils stuðnings meðal hefðbundinna kjósenda Repúblikanaflokksins og þess að hann ætlar að beita sér gegn þeim Repúblikönum sem hann telur óvini sína. Fór til Flórída að lægja öldurnar Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði fyrir rúmum tveimur vikum að Trump bæri að hluta til ábyrgð á árásinni og spurði aðra þingmenn hvort hann ætti að kalla eftir því að Trump segði af sér. Þá bárust fregnir af því að Trump hefði kallað hann „ræfil“ (e. pussy). Í gær fór McCarthy þó til Flórída og leitaði stuðnings Trumps fyrir komandi kosningar. Í kjölfar fundarins sendu þeir frá sér mynd og yfirlýsingu þar sem stóð að sameinaðir myndu þeir vinna hörðum höndum að því að tryggja Repúblikanaflokknum meirihluta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum á næsta ári. United and ready to win in '22. https://t.co/YJWqCdBrCh— Kevin McCarthy (@kevinomccarthy) January 28, 2021 Samkvæmt frétt Washington Post var nokkur munur á yfirlýsingu Trumps annarsvegar og McCarthys hins vegar. Yfirlýsingin frá Trump fjallaði um það hvað stuðningur hans væri mikilvægur Repúblikanaflokknum og að vinsældir Trumps hefðu aldrei verið meiri en nú. Sem kannanir gefa til kynna að sé rangt. Yfirlýsing McCarthys fjallaði meira um sameiginlega baráttu Repúblikana fyrir kosningarnar á næsta ári og að tryggja flokknum fleiri sæti. Ætlar að beita sjóðum sínum og áhrifum Ráðgjafar Trumps hafa þegar gert ljóst að forsetinn fyrrverandi ætli að beita sér í kosningunum á næsta ári. Þá liggur fyrir að Trump situr á digrum kosningasjóðum, sem hann hefur meðal annars aflað sér í tengslum við ásakanir hans um kosningasvindl. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Trump hefur áður sýnt fram á að hann sé hefnigjarn og hafa jafnvel verið uppi vangaveltur um að Trump stofni sinn eigin stjórnmálaflokk. Reynslan innan Repúblikanaflokksins er sú að farir þú gegn Trump, tapir þú í næsta forvali flokksins fyrir kosningar, þar sem Trump nýtur svo mikils stuðnings meðal kjósenda flokksins. Það er meðal ástæðanna fyrir því að Repúblikanar vilja ná sáttum við Trump en í sama mund halda honum í hæfilegri fjarlægð. Reyna að ná til kjósenda í gegnum Trump AP fréttaveitan segir að þó tak Trumps á Repúblikanaflokknum sé sterkt sé það ekki jafn sterkt og áður. Hann hafi einangrast töluvert frá því hann lét af embætti og þá meðal annars vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtæki hafa lokað á hann vegna árásarinnar á þingið. Þá hefur Trump ekki sést opinberlega frá því hann mætti til Flórída í síðustu viku og hefur varið tíma sínum með bandamönnum og ráðgjöfum vegna réttarhaldanna sem fara munu fram í öldungadeildinni á næstunni. Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda Repbúlikanaflokksins telji sig frekar stuðningsmenn Trumps en stuðningsmenn flokksins. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar sagði að í rauninni væru Repúblikanar ekki að daðra við Trump, heldur kjósendur hans. „Ég held að Trump hafi skilið eftir sig stærðarinnar tómarúm,“ sagði Alex Conant, sem vinnur innan Repúblikanaflokksins. Hann sagði Trump hafa skilið eftir sig stærðarinnar tómarúm. Í fjögur ár hafi Repúblikanaflokkurinn í raun verið Trumpflokkurinn. Stóra spurningin sé hvort Trump muni takast að halda áhrifum sínum á flokknum á sama tíma og hann sé ekki í sviðsljósinu. Frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Markmið fólksins sem réðst á þinghúsið var að stöðva formlega staðfestingu á niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember.Getty/Lev Radin Deila um ábyrgð Trumps og þingmanna Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa verið sakaðir um að ýta einnig undir árásina á þingið með því að hafa staðið við bakið á Trump og dreift einnig áskönunum hans um kosningasvindl. Leiðtogar Demókrataflokksins segja nauðsynlegt að refsa Trump vegna árásarinnar og segja að ef það verði ekki gert, geti aðrir forsetar gert það sem þeim sýnist á síðustu dögum forsetatíðar þeirra. Here's the risk if Trump isn t convicted:A future president will try to overturn the election at the end of their term.If they succeed, they re president for life.If they fail, and can t be held to account, we can expect it to happen again.There must be consequences. pic.twitter.com/hDDi5LREcy— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 27, 2021 Undanfarna daga hafa Repúblikanar þó haldið því fram að mögulega fari það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot og segja að Demókratar séu eingöngu að reyna að ná sér niður á Trump. Washington Post segir miklar deilur eiga sér nú stað í fulltrúadeildinni. Þingmenn Demókrataflokksins segji samstarfsmönnum sínum í Repúblikanaflokknum ekki treystandi og vísa til þess að einhverjir þeirra hafi á undanförnum vikum reynt að bera skotvopn í þingsal, sem er gegn reglum þingsins. Þá eru einhverjir Demókratar sagðir hafa keypt sér skotheld vesti. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar.EPA/MICHAEL REYNOLDS Til marks um þessar deilur á þinginu sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, á blaðamannafundi á fimmtudaginn að „óvinurinn“ væri í fulltrúadeildinni og að þingmenn hefðu áhyggjur. Þá sakaði þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez öldungadeildarþingmanninn Ted Cruz, sem er ötull stuðingsmaður Trumps, um að hafa reynt að láta myrða sig. Vísaði hún þar til aðkomu Cruz að árásinni á þingið en hann er einn þeirra bandamanna Trumps sem hafa staðhæft að kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember. I am happy to work with Republicans on this issue where there s common ground, but you almost had me murdered 3 weeks ago so you can sit this one out.Happy to work w/ almost any other GOP that aren t trying to get me killed.In the meantime if you want to help, you can resign. https://t.co/4mVREbaqqm— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 28, 2021
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04
Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51
Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01