„Ætla að vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 19:16 Stefán Rafn er hann ræddi við fréttastofu eftir að blekið var komið á blað á Ásvöllum. stöð 2/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson kveðst spenntur að spila fyrir Hauka í Olís deild karla á nýjan leik en tilkynnt var í dag hornamaðurinn knái hefði samið við uppeldisfélagið. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir í Sportpakka kvöldsins. Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka
Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira