Geir stýrði íslenska landsliðinu frá mars mánuði 2016 til byrjun árs 2018 en þá tók Guðmundur Þórður Guðmundsson við liðinu og hefur stýrt liðinu síðan.
Guðmundur fór mikinn á HM í Egyptalandi í janúar. Þar skaut hann meðal annars föstum skotum að sérfræðingum RÚV, þeim Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni, og sagði meðal annars að íslenska liðið vantaði marga lykilmenn.
Rasmus Boyse, handboltamaður og spekingur, birti í morgun á Twitter-síðu sinni lista yfir þá leikmenn sem vantaði í lið Svía og Dana sem eru komin í úrslitaleikinn á mótinu. Þar má sjá ansi frambærilega leikmenn og setti Geir á Twitter síðu sína:
„Var ekki “einhver” að vorkenna sér að það hafi vantað einhverja í íslenska liðið?!“ skrifaði Geir og lagði hjá tíst Rasmusar um þá leikmenn sem vantaði.
Var ekki “einhver” að vorkenna sér að það hafi vantað einhverja í íslenska liðið?! https://t.co/i6UOgsnX1Q
— Geir Sveinsson (@GSveinsson) January 30, 2021
Úrslitaleikur Svíþjóðar og Dana hefst klukkan 16.30 á morgun.