Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 18:32 Loðnunni landað úr grænlenska skipinu Polar Amaroq á Eskifirði á laugardag. SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45