Skoðun

Misjafnt hafast menn að

Ragnar J. Jóhannesson skrifar

Samkvæmt nýlegum fréttaflutningi frá Ástralíu þá hefur ástralska ríkisstjórnin ákveðið að leggja 3% aukaskatt á alla sem eiga eignir og eða peninga yfir 300 millj. vegna útgjalda á Covid 19. 

Ríkisstjórn Íslands hefur afturámóti lækkað skatta á fólki um 34 miljarða sem hefur svipaða afkomu. 

Ríkisstjórn Íslands ætlar að hafa annan hátt á, hún ætlar að brúa bilið með milljarða láni sem þarf að greiða á næstu árum og þá með skattlagningu á borgarana og fyrirtæki þ.m.t. öryrkja og eldri borgara. 

Í spjallþættinum Silfur Egils kom nýlega fram að menn voru undrandi á því hve fylgi gömlu flokkana hefði minnkað en flokkum fjölgað? Skyldi engan undra þótt fylgi gömlu flokkanna hafi minnkað, ójöfnuðurinn er slíkur að vart verður viðunað lengur.

 Það sættir furðu að hér fyrr á árum var Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur allra stétta, með 42% fylgi en er nú með 20%+. 

Stjórn flokksins áttar sig ekki á því að fólkið sem skapar verðmætin þ.e. fólkið sem dregur vagninn er orðið afhuga þessum flokki og öðrum sem hugsa og framkvæma eins.

Höfundur er eldri borgari.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×