Um 70 flugmenn starfa hjá félaginu í dag en samkvæmt kjarasamningi þeirra ber Icelandair að auglýsa slíkar stöður innan félagsins.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ekki liggja fyrir hversu margar flugstjórastöður verður ráðið í og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um endurráðningu flugmanna.
Auk þess liggur ekki fyrir að svo stöddu hvenær MAX-vélarnar verða teknar í rekstur hjá félaginu né hversu margar MAX-vélar verða í flota Icelandair í sumar. Undirbúningur þess er þó þegar hafinn hjá félaginu.
Eins og staðan er í dag hafa fjórir flugmenn Icelandair verið þjálfaðir til að fljúga MAX-vélum. Flugvirkjar félagsins hafa undanfarið unnið að því að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný.