Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:01 Hlynur Bæringsson sést hér vera búinn að taka eitt frákast til viðbótar í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira