Forgangsröðun velferðarmála 8. febrúar 2021 16:00 Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar