Forgangsröðun velferðarmála 8. febrúar 2021 16:00 Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar