Ríkið sýknað af kröfu Grundar og Hrafnistu um greiðslu húsaleigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 16:01 Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira