Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 13:48 Von der Leyen ávarpaði Evrópuþingið í dag. epa/Johanna Geron Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira