Breytingar á reglugerð Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:01 Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun