Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 23:30 David Schoen, einn lögmanna Trumps. Getty/ Joshua Roberts Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“ Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26