Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 09:49 Anna Sorokin í dómsal í New York árið 2019. Getty Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur. Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur.
Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41