Félagsleg undirboð Ingvar Mar Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun