Félagsleg undirboð Ingvar Mar Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar