Atvinnuleysi, óörugg afkoma og heilsa Drífa Snædal skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Sjá meira
Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun