Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 23:29 Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Getty/Isaac Wong Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21