Ducklo var sakaður um að hafa ógnað Töru Palmeri, blaðamanni Politico, þegar hann komst að því að hún væri að rannsaka samband Ducklo við annan blaðamann. Hann var í kjölfarið settur í launalaust leyfi.
Það var Vanity Fair sem greindi frá hótunum Ducklo í garð Pameri, sem er sagður hafa hringt í og sagst myndu „tortíma“ henni. Þá ku hann hafa látið falla lítilsvirðandi ummæli um blaðakonuna og sýnt af sér kvenfyrirlitningu.
Ducklo var í kjölfarið settur í einnar viku leyfi án launa en sú ákvörðun var gagnrýnd og margir spurðu hvers vegna ekki var gripið til harðari aðgerða, þar sem Biden hefur áður lýst því yfir að hann muni láta þá starfsmenn sína fjúka sem gerast sekir um að tala illa um kollega sína.
Nú hefur Ducklo hins vegar sagt upp störfum, en hann greinir frá því í afsökunarbeiðni sem hann birti á Twitter. Þar segir hann ekkert geta afsakað hegðun hans. Hann geti ekki tekið hegðun sína til baka, en hann geti lært af henni og bætt sig.
My statement on resigning from the White House. pic.twitter.com/3Jpiiv75vB
— TJ Ducklo (@TDucklo) February 14, 2021