Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 13:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sýknu Trumps í öldungadeild Bandaríkjanna áminningu um að lýðræðið sé brothætt. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33