Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 13:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sýknu Trumps í öldungadeild Bandaríkjanna áminningu um að lýðræðið sé brothætt. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent