Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur? Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa 15. febrúar 2021 20:00 Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Umhverfismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun