Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 09:40 Frá geimskoti SpaceX fyrr í mánuðinum. Hér má sjá eina eldflaug lenda á meðan önnur er klár á skotpalli. Vísir/SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You. Þetta var í sjötta sinn sem þessari eldflaug var skotið út í geim. SpaceX hefur þó tekist að skjóta eldflaug átta sinnum út í geim og lenda henni sömuleiðis átta sinnum. SpaceX vinnur nú að því að mynda umfangsmikið net Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Þegar er búið að senda rúmlega þúsund örgervihnetti út í geim og verður net þetta notað til að veita fólki aðgang að Internetinu. Fyrirtækið er þegar byrjað að þjónusta fólk með þeim gervihnöttum sem eru í notkun. SpaceX hefur náð gífurlega góðum árangri í því að lenda eldflaugum og nota þær aftur og þannig hefur fyrirtækið getað sparað töluvert við hvert geimskot. Frá 2015 hefur starfsmönnum fyrirtækisins tekist að lenda 74 eldflaugum og þar á meðal 24 eldflaugum í röð frá mars 2020 og þar til nú. Samkvæmt frétt Spaceflight Now á fyrirtækið nú sex Falcon 9 eldflaugar sem eru klárar í geimskot en þrjár þeirra eru ætlaðar í geimskot fyrir Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og herafhal Bandaríkjanna. Verið er að byggja fleiri eldflaugar en það gæti tekið töluverðan tíma og er framtíð Starlink-geimskota því í ákveðinni óvissu. Til stóð að skjóta upp tveimur skömmtum af gervihnöttum til viðbótar í þessum mánuði. Horfa má á geimskotið hér að neðan. Undir lok myndbandsins má sjá ljós frá eldflauginni nærri drónaskipinu. Deployment of 60 Starlink satellites confirmed pic.twitter.com/apZ7oTOvNk— SpaceX (@SpaceX) February 16, 2021 SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þetta var í sjötta sinn sem þessari eldflaug var skotið út í geim. SpaceX hefur þó tekist að skjóta eldflaug átta sinnum út í geim og lenda henni sömuleiðis átta sinnum. SpaceX vinnur nú að því að mynda umfangsmikið net Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Þegar er búið að senda rúmlega þúsund örgervihnetti út í geim og verður net þetta notað til að veita fólki aðgang að Internetinu. Fyrirtækið er þegar byrjað að þjónusta fólk með þeim gervihnöttum sem eru í notkun. SpaceX hefur náð gífurlega góðum árangri í því að lenda eldflaugum og nota þær aftur og þannig hefur fyrirtækið getað sparað töluvert við hvert geimskot. Frá 2015 hefur starfsmönnum fyrirtækisins tekist að lenda 74 eldflaugum og þar á meðal 24 eldflaugum í röð frá mars 2020 og þar til nú. Samkvæmt frétt Spaceflight Now á fyrirtækið nú sex Falcon 9 eldflaugar sem eru klárar í geimskot en þrjár þeirra eru ætlaðar í geimskot fyrir Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og herafhal Bandaríkjanna. Verið er að byggja fleiri eldflaugar en það gæti tekið töluverðan tíma og er framtíð Starlink-geimskota því í ákveðinni óvissu. Til stóð að skjóta upp tveimur skömmtum af gervihnöttum til viðbótar í þessum mánuði. Horfa má á geimskotið hér að neðan. Undir lok myndbandsins má sjá ljós frá eldflauginni nærri drónaskipinu. Deployment of 60 Starlink satellites confirmed pic.twitter.com/apZ7oTOvNk— SpaceX (@SpaceX) February 16, 2021
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31