Serena spennt fyrir viðureigninni gegn Osaka í undanúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 23:01 Serena hefur spilað vel í Ástralíu. EPA-EFE/DAVE HUNT Segja má að drottningin og prinsessan mætist í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis á fimmtudag, þann 18. febrúar, þegar Serena Williams og hin 23 ára gamla Naomi Osaka mætast. Serena er mjög spennt fyrir einvíginu. Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu. Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu.
Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira