„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:10 Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra að sögn sviðsstjóra þar. Vísir/Vilhelm Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30
Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00
Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30