Bayern Munchen tilkynnti fyrr í dag að hinn 26 ára Tolisso hafi meiðst illa á læri á æfingu liðsins. Hann þarf í aðgerð og verður að minnsta kosti frá næstu þrjá mánuðina.
„Ég er virkilega leiður fyrir hönd „Coco“. Hann verður minnst frá í þrjá mánuði og hann hefur sýnt nýlega hversu miklum hæfileika hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn Hansi Flick.
„Hann hefur sannfært mig. Hann mun fá þann tíma sem hann þarf og þann stuðning sem hann þarf,“ bætti Hansi Flick við heimasíðu Bayern.
Tolisso hefur verið fastamaður í franska landsliðshópnum en nú gæti hann átt hættu á því að missa af Evrópumótinu í sumar.
Hann hefur leikið fjórtán leiki í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og þrjá í Meistaradeildinni.
ℹ️ @CorentinTolisso has been successfully operated on following a tendon rupture in his left thigh.
— 🏆🏆🏆FC Bayern English🏆🏆🏆 (@FCBayernEN) February 19, 2021
Wishing you a speedy recovery, Coco! 🍀#ComeBackStronger