Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 17:45 Á forsíðu New York Times í dag eru 500 þúsund punktar, einn fyrir hvert líf sem tapast hefur í faraldrinum í Bandaríkjunum. New York Times Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins. Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins.
Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira