Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Stjórnarskrá Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun