Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Stjórnarskrá Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun