Aðalfundir húsfélaga Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar