Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:45 Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun