Tökum pláss og verum breytingin Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 09:30 Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun