Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:20 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Vísir Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28