Jafnréttismálin aldrei mikilvægari á vinnumarkaðinum Sigmundur Halldórsson skrifar 5. mars 2021 09:01 Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun