Hundur féll af svölum á fimmtu hæð á Laugavegi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 10:22 Hundurinn lá illa slasaður og í blóði sínu eftir fall af svölum á fimmtu hæð. Hann lést síðar um daginn af sárum sínum. Vísir/Vilhelm Vegfarendum sem áttu leið um Laugaveg síðdegis í gær brá nokkuð í brún þegar þeir sáu hund sem lá illa slasaður í blóði sínu. Hundurinn hafði fallið niður af svölum á fimmtu hæð og niður á götu. Hundurinn mun hafa lifað fallið af en dáið síðar um daginn af sárum sínum. Fréttablaðið greinir frá þessu í gær en þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir að lögreglumenn hafi flutt hundinn á dýralæknastöð á Skólavörðustígnum til að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir dýrið. „Það eru einhverjir vegfarendur þarna á Laugarvegi sem að verða vitni að þessu og það hefur verið lífsmark með hundinum þegar lögreglan kemur og það var farið með hann strax en það var ekki hægt að bjarga greyinu,“ segir Ásgeir. Eigandi hundsins mun hafa verið við störf í húsinu og hafi tekið hundinn með. Samkvæmt heimildum Vísis var um að ræða stóran husky hund. Hundurinn hafði farið út á svalir og síðan hafi eigandinn ekki vitað af honum fyrr en hann heyrði fólk hrópa niðri á götu. Þá tók eigandinn eftir því að hundurinn hafi fallið niður af svölunum og liggi í blóði sínu niðri á götu. Málið er bókað sem slys í bókum lögreglunnar og er enginn grunaður um dýraníð með því að hafa hent hundinum niður af svölunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í gær en þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir að lögreglumenn hafi flutt hundinn á dýralæknastöð á Skólavörðustígnum til að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir dýrið. „Það eru einhverjir vegfarendur þarna á Laugarvegi sem að verða vitni að þessu og það hefur verið lífsmark með hundinum þegar lögreglan kemur og það var farið með hann strax en það var ekki hægt að bjarga greyinu,“ segir Ásgeir. Eigandi hundsins mun hafa verið við störf í húsinu og hafi tekið hundinn með. Samkvæmt heimildum Vísis var um að ræða stóran husky hund. Hundurinn hafði farið út á svalir og síðan hafi eigandinn ekki vitað af honum fyrr en hann heyrði fólk hrópa niðri á götu. Þá tók eigandinn eftir því að hundurinn hafi fallið niður af svölunum og liggi í blóði sínu niðri á götu. Málið er bókað sem slys í bókum lögreglunnar og er enginn grunaður um dýraníð með því að hafa hent hundinum niður af svölunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira