Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 18:30 Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi. Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira