Eldgos í sjó möguleiki Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 11:57 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga í dag. Skjáskot/Map.is Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23