Tileinkaði föllnum félaga Ólympíusætið og með tattú af honum á upphandleggnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 12:30 Rui Silva er með flennistórt flúr af Alfredo Quintana á hægri upphandleggnum. instagram-síða rui silva Leikmenn portúgalska landsliðsins tileinkuðu Alfredo Quintana heitnum Ólympíusætið sem þeir náðu í gær. Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira