Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:06 Á morgun eru þrjár vikur síðan stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, og sá sem hratt henni af stað, varð skammt frá Keili og Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent