Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 09:33 Deb Haaland, nýr innanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Watson Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira