Mikilvægi tjáningarfrelsisins Anna Lúðvíksdóttir skrifar 22. mars 2021 08:31 Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun