„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 23:55 Eldgosið í Geldingadal þykir frekar lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Það er þó ekki hættulaust. Vísir/Vilhelm Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að þótt hægt sé að tala um eldgosið sem „lítið túristagos,“ sé ekkert huggulegt við það. Til að mynda geti skapast aukin hætta á gasmengun í lægðum og dældum í grennd við gossvæðið, til viðbótar við aðra hættu sem nálægð við gosið kann að hafa í för með sér. „Það er óbreytt staðan. Hraunflæðið virðist vera nokkuð stöðugt þarna og við sjáum ekki stórar breytingar á því og skjálftavirknin áfram lítil eins og hún er búin að vera en litlir skjálftar hér og þar,“ segir Bjarki. Mælst hafa um fimm hundruð jarðskjálftar frá miðnætti í gær sem er nokkuð minna en oft var fyrr í skjálftahrinunni. „En auðvitað er þetta ennþá mikið miðað við það sem var áður en þessi skjálftahrina byrjaði,“ segir Bjarki. Stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn mældist 2,8 um klukkan hálf sex í kvöld. „Það verður ekkert flogið yfir fyrr en á morgun skilst mér,“ segir Bjarki. Sérfræðingar á vakt fylgjast þó grannt með öllum mælum og vefmyndavélum í nótt. „Við sjáum engar stórar breytingar en auðvitað flæðir þetta ennþá stöðugt út. En það virðist bara vera sama magnið, eða sama flæðið sem er að koma. Svo erum við að búast við gervitunglamyndum einhvern tímann á morgun líka svo við getum borið saman gögnin sem við erum búin að fá á nokkurra daga fresti,“ útskýrir Bjarki. Það verði spennandi að sjá gögnin frá gervihnetti og bera saman við eldri myndir til að átta sig betur á því hvernig kvikugangurinn hefur þróast. Hafa ekki mælt gasmengun á höfuðborgarsvæðinu „En svo er auðvitað áfram þarna gasmengun, mest á gossvæðinu og það er auðvitað ekkert spennandi veður en það hjálpar til, þannig að það verði ekki eins mikil gosmengun yfir okkur,“ segir Bjarki. Hann segir Veðurstofunni ekki hafa borist tilkynningar um að fólk hafi fundið brennisteinslykt á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að fylgjast með mælitækjum hjá Umhverfisstofnun og það sjást engar breytingar þar, það sést einhver smá breyting inni í Hvalfirði en annars er engin breyting. Það er allt grænt og fínt eins og er,“ segir Bjarki og vísar til litaflokkunar sem notast er við við mælingu loftgæða. Fólk enn á ferli á svæðinu „Það er auðvitað bara mest nálægt gosstöðvunum en ef fólk er að labba um og niður í dældir eða lægðir í landslagi og fólk er allt of nálægt þessu,“ segir Bjarki um hugsanlega hættu af völdum gosmengunar. Þrátt fyrir að nú sé nokkuð langt liðið á kvöldið sjáist ennþá ljós á vefmyndavélunum sem bendi til þess að fólk sé á ferli á svæðinu. Það hvort og í hvaða átt gasmengun kann að berast er háð vindátt. Þá bendir hann á að við upphaf gossins í gær hafi í fyrstu verið talið að um stærra gos væri að ræða sem hefði mögulega haft í för með sér meiri gasmengun. Við bara fylgjumst með þróuninni þarna og ef eitthvað breytist rosalega mikið þá erum við auðvitað í sambandi við almannavarnir. Og líka ef að gossprungan allt í einu lengist eitthvað voðalega mikið eða eitthvað fer að springa meira en það gerir núna, en núna þá er þetta frekar stöðugt og huggulegt túristagos, nema það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta,“ segir Bjarki. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að þótt hægt sé að tala um eldgosið sem „lítið túristagos,“ sé ekkert huggulegt við það. Til að mynda geti skapast aukin hætta á gasmengun í lægðum og dældum í grennd við gossvæðið, til viðbótar við aðra hættu sem nálægð við gosið kann að hafa í för með sér. „Það er óbreytt staðan. Hraunflæðið virðist vera nokkuð stöðugt þarna og við sjáum ekki stórar breytingar á því og skjálftavirknin áfram lítil eins og hún er búin að vera en litlir skjálftar hér og þar,“ segir Bjarki. Mælst hafa um fimm hundruð jarðskjálftar frá miðnætti í gær sem er nokkuð minna en oft var fyrr í skjálftahrinunni. „En auðvitað er þetta ennþá mikið miðað við það sem var áður en þessi skjálftahrina byrjaði,“ segir Bjarki. Stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn mældist 2,8 um klukkan hálf sex í kvöld. „Það verður ekkert flogið yfir fyrr en á morgun skilst mér,“ segir Bjarki. Sérfræðingar á vakt fylgjast þó grannt með öllum mælum og vefmyndavélum í nótt. „Við sjáum engar stórar breytingar en auðvitað flæðir þetta ennþá stöðugt út. En það virðist bara vera sama magnið, eða sama flæðið sem er að koma. Svo erum við að búast við gervitunglamyndum einhvern tímann á morgun líka svo við getum borið saman gögnin sem við erum búin að fá á nokkurra daga fresti,“ útskýrir Bjarki. Það verði spennandi að sjá gögnin frá gervihnetti og bera saman við eldri myndir til að átta sig betur á því hvernig kvikugangurinn hefur þróast. Hafa ekki mælt gasmengun á höfuðborgarsvæðinu „En svo er auðvitað áfram þarna gasmengun, mest á gossvæðinu og það er auðvitað ekkert spennandi veður en það hjálpar til, þannig að það verði ekki eins mikil gosmengun yfir okkur,“ segir Bjarki. Hann segir Veðurstofunni ekki hafa borist tilkynningar um að fólk hafi fundið brennisteinslykt á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að fylgjast með mælitækjum hjá Umhverfisstofnun og það sjást engar breytingar þar, það sést einhver smá breyting inni í Hvalfirði en annars er engin breyting. Það er allt grænt og fínt eins og er,“ segir Bjarki og vísar til litaflokkunar sem notast er við við mælingu loftgæða. Fólk enn á ferli á svæðinu „Það er auðvitað bara mest nálægt gosstöðvunum en ef fólk er að labba um og niður í dældir eða lægðir í landslagi og fólk er allt of nálægt þessu,“ segir Bjarki um hugsanlega hættu af völdum gosmengunar. Þrátt fyrir að nú sé nokkuð langt liðið á kvöldið sjáist ennþá ljós á vefmyndavélunum sem bendi til þess að fólk sé á ferli á svæðinu. Það hvort og í hvaða átt gasmengun kann að berast er háð vindátt. Þá bendir hann á að við upphaf gossins í gær hafi í fyrstu verið talið að um stærra gos væri að ræða sem hefði mögulega haft í för með sér meiri gasmengun. Við bara fylgjumst með þróuninni þarna og ef eitthvað breytist rosalega mikið þá erum við auðvitað í sambandi við almannavarnir. Og líka ef að gossprungan allt í einu lengist eitthvað voðalega mikið eða eitthvað fer að springa meira en það gerir núna, en núna þá er þetta frekar stöðugt og huggulegt túristagos, nema það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta,“ segir Bjarki.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira