„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 23:55 Eldgosið í Geldingadal þykir frekar lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Það er þó ekki hættulaust. Vísir/Vilhelm Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að þótt hægt sé að tala um eldgosið sem „lítið túristagos,“ sé ekkert huggulegt við það. Til að mynda geti skapast aukin hætta á gasmengun í lægðum og dældum í grennd við gossvæðið, til viðbótar við aðra hættu sem nálægð við gosið kann að hafa í för með sér. „Það er óbreytt staðan. Hraunflæðið virðist vera nokkuð stöðugt þarna og við sjáum ekki stórar breytingar á því og skjálftavirknin áfram lítil eins og hún er búin að vera en litlir skjálftar hér og þar,“ segir Bjarki. Mælst hafa um fimm hundruð jarðskjálftar frá miðnætti í gær sem er nokkuð minna en oft var fyrr í skjálftahrinunni. „En auðvitað er þetta ennþá mikið miðað við það sem var áður en þessi skjálftahrina byrjaði,“ segir Bjarki. Stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn mældist 2,8 um klukkan hálf sex í kvöld. „Það verður ekkert flogið yfir fyrr en á morgun skilst mér,“ segir Bjarki. Sérfræðingar á vakt fylgjast þó grannt með öllum mælum og vefmyndavélum í nótt. „Við sjáum engar stórar breytingar en auðvitað flæðir þetta ennþá stöðugt út. En það virðist bara vera sama magnið, eða sama flæðið sem er að koma. Svo erum við að búast við gervitunglamyndum einhvern tímann á morgun líka svo við getum borið saman gögnin sem við erum búin að fá á nokkurra daga fresti,“ útskýrir Bjarki. Það verði spennandi að sjá gögnin frá gervihnetti og bera saman við eldri myndir til að átta sig betur á því hvernig kvikugangurinn hefur þróast. Hafa ekki mælt gasmengun á höfuðborgarsvæðinu „En svo er auðvitað áfram þarna gasmengun, mest á gossvæðinu og það er auðvitað ekkert spennandi veður en það hjálpar til, þannig að það verði ekki eins mikil gosmengun yfir okkur,“ segir Bjarki. Hann segir Veðurstofunni ekki hafa borist tilkynningar um að fólk hafi fundið brennisteinslykt á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að fylgjast með mælitækjum hjá Umhverfisstofnun og það sjást engar breytingar þar, það sést einhver smá breyting inni í Hvalfirði en annars er engin breyting. Það er allt grænt og fínt eins og er,“ segir Bjarki og vísar til litaflokkunar sem notast er við við mælingu loftgæða. Fólk enn á ferli á svæðinu „Það er auðvitað bara mest nálægt gosstöðvunum en ef fólk er að labba um og niður í dældir eða lægðir í landslagi og fólk er allt of nálægt þessu,“ segir Bjarki um hugsanlega hættu af völdum gosmengunar. Þrátt fyrir að nú sé nokkuð langt liðið á kvöldið sjáist ennþá ljós á vefmyndavélunum sem bendi til þess að fólk sé á ferli á svæðinu. Það hvort og í hvaða átt gasmengun kann að berast er háð vindátt. Þá bendir hann á að við upphaf gossins í gær hafi í fyrstu verið talið að um stærra gos væri að ræða sem hefði mögulega haft í för með sér meiri gasmengun. Við bara fylgjumst með þróuninni þarna og ef eitthvað breytist rosalega mikið þá erum við auðvitað í sambandi við almannavarnir. Og líka ef að gossprungan allt í einu lengist eitthvað voðalega mikið eða eitthvað fer að springa meira en það gerir núna, en núna þá er þetta frekar stöðugt og huggulegt túristagos, nema það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta,“ segir Bjarki. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að þótt hægt sé að tala um eldgosið sem „lítið túristagos,“ sé ekkert huggulegt við það. Til að mynda geti skapast aukin hætta á gasmengun í lægðum og dældum í grennd við gossvæðið, til viðbótar við aðra hættu sem nálægð við gosið kann að hafa í för með sér. „Það er óbreytt staðan. Hraunflæðið virðist vera nokkuð stöðugt þarna og við sjáum ekki stórar breytingar á því og skjálftavirknin áfram lítil eins og hún er búin að vera en litlir skjálftar hér og þar,“ segir Bjarki. Mælst hafa um fimm hundruð jarðskjálftar frá miðnætti í gær sem er nokkuð minna en oft var fyrr í skjálftahrinunni. „En auðvitað er þetta ennþá mikið miðað við það sem var áður en þessi skjálftahrina byrjaði,“ segir Bjarki. Stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn mældist 2,8 um klukkan hálf sex í kvöld. „Það verður ekkert flogið yfir fyrr en á morgun skilst mér,“ segir Bjarki. Sérfræðingar á vakt fylgjast þó grannt með öllum mælum og vefmyndavélum í nótt. „Við sjáum engar stórar breytingar en auðvitað flæðir þetta ennþá stöðugt út. En það virðist bara vera sama magnið, eða sama flæðið sem er að koma. Svo erum við að búast við gervitunglamyndum einhvern tímann á morgun líka svo við getum borið saman gögnin sem við erum búin að fá á nokkurra daga fresti,“ útskýrir Bjarki. Það verði spennandi að sjá gögnin frá gervihnetti og bera saman við eldri myndir til að átta sig betur á því hvernig kvikugangurinn hefur þróast. Hafa ekki mælt gasmengun á höfuðborgarsvæðinu „En svo er auðvitað áfram þarna gasmengun, mest á gossvæðinu og það er auðvitað ekkert spennandi veður en það hjálpar til, þannig að það verði ekki eins mikil gosmengun yfir okkur,“ segir Bjarki. Hann segir Veðurstofunni ekki hafa borist tilkynningar um að fólk hafi fundið brennisteinslykt á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að fylgjast með mælitækjum hjá Umhverfisstofnun og það sjást engar breytingar þar, það sést einhver smá breyting inni í Hvalfirði en annars er engin breyting. Það er allt grænt og fínt eins og er,“ segir Bjarki og vísar til litaflokkunar sem notast er við við mælingu loftgæða. Fólk enn á ferli á svæðinu „Það er auðvitað bara mest nálægt gosstöðvunum en ef fólk er að labba um og niður í dældir eða lægðir í landslagi og fólk er allt of nálægt þessu,“ segir Bjarki um hugsanlega hættu af völdum gosmengunar. Þrátt fyrir að nú sé nokkuð langt liðið á kvöldið sjáist ennþá ljós á vefmyndavélunum sem bendi til þess að fólk sé á ferli á svæðinu. Það hvort og í hvaða átt gasmengun kann að berast er háð vindátt. Þá bendir hann á að við upphaf gossins í gær hafi í fyrstu verið talið að um stærra gos væri að ræða sem hefði mögulega haft í för með sér meiri gasmengun. Við bara fylgjumst með þróuninni þarna og ef eitthvað breytist rosalega mikið þá erum við auðvitað í sambandi við almannavarnir. Og líka ef að gossprungan allt í einu lengist eitthvað voðalega mikið eða eitthvað fer að springa meira en það gerir núna, en núna þá er þetta frekar stöðugt og huggulegt túristagos, nema það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta,“ segir Bjarki.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira