Vill eitt af efstu sætunum á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2021 12:29 Björn Guðmundsson sækist eftir einu af efstu fjórum sætunum á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Björn Guðmundsson, 64 ára gamall húsasmiður búsettur á Akranesi, sækist eftir einu af efstu fjórum sætunum á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni. Þar segir hann að hann hafi alist upp við hefðbundin sveitastörf en öfugt við það sem mætti halda þá hafi hann aldrei aðhyllst Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn heldur hneigðist hann snemma til jafnaðarstefnu. „Jafnaðarmennskan hefur verið mitt leiðarljós en hún fellur best að mínum hugsjónum. Af þeim sökum hef ég verið virkur í sveitarstjórnarmálum um allnokkuð skeið. Nú kunna einhverjir að hugsa með sér hvað vill hann upp á dekk á sjötugsaldri. Við því er einfalt svar: mér blöskrar einfaldlega hvernig staðan í þjóðfélaginu er í dag. Virðingarleysi virðist vera viðloðandi gagnvart öllu, ekki eingöngu gegn hlutum og eignum heldur einnig gegn fólki og þörfum þess. Ég get ekki lengur setið aðgerðalaus hjá og horft upp á meðan komið er fram við aldraða og öryrkja eins og annars flokks þegna. Það verður að bæta úr þessu strax því meðferð stjórnvalda á fólki er óviðunandi. Komist ég í þá stöðu að geta haft áhrif verður það mitt forgangsmál að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og afnema þá smán sem þar viðgengst. Sama gildir um fátækt í landinu enda á enginn að líða skort í þessu gjöfula landi. Slíkt er þjóðarskömm sem úr þarf að vinna. Björn Guðmundsson.Aðsend Ég vil að staðið verði við þau loforð sem gerð voru við stofnun lífeyrissjóða um að þeir eigi að bæta kjör fólks til viðbótar við almannatryggingakerfið og þannig eigi að afnema tafarlaust krónu á móti krónu skerðingu sem fengið hefur að viðgangast of lengi. Öllu fólki á að tryggja laun sem hægt er að lifa á. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, ég hef þá trú að allir vilji getað lifað með reisn. Heilbrigðismálin eru mér líka ofarlega í huga, á tilli dögum státum við okkur af því hvað við eigum gott kerfi. En er það svo um allt land í raun og veru? Nei, því miður skortir þar verulega mikið á. Við þurfum að stokka upp kerfið og endurskipuleggja það. En við eigum frábært starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem er okkur afar dýrmætt og vinnur þrekvirki á hverjum degi. Að þessu fólki þurfum við að hlúa, sérstaklega við þær aðstæður sem eru í samfélaginu í dag. Það virðist vera lenska þegar vel gengur þá er klappað á bakið á fólki, en þegar kemur að kjörum og peningum er komið annað hljóð í strokkinn og ekkert fjármagn sé til staðar. Þetta viðhorf getum við lagað ef við viljum. Í þessu sambandi verð ég að minnast á eina gullsetningu sem er í okkar ylhýra máli og kemur venjulega upp í aðdraganda kosninga en það er setningin (tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld). En er það framkvæmdin? Því er fljót svarað að svo er ekki. Ekki þarf að horfa lengra en til reksturs hjúkrunarheimila sem hefur verið í fjölmiðlum síðustu misseri þar sem sveitarfélög eru að gefast upp á rekstrinum og vísa því til ríkisins. Þessari eilífu baráttu við ríkisvaldið um fjármagn til rekstrar og viðhalds hjúkrunarheimila verður að linna. Komum þessu í lag og tryggjum öldruðum raunverulegt áhyggjulaust ævikvöld. Atvinna er svo ein af undirstöðum velferðar sérhvers manns. Því er nauðsynlegt að hlúa að aukinni atvinnustarfsemi og dreifa henni um land allt. Fara þarf í gegnum allt regluverkið og sjá hvar skórinn kreppir að í stofnun og rekstri fyrirtækja. Regluverkið þarf að vera gert einfalt og skýrt. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta strax þar sem markaðsleiðin á að vera notuð til grundvallar. Þannig fæst sanngjarnt verð fyrir aflaheimildirnar og útgerðirnar borga eðlilegt gjald fyrir afnot sinni af auðlindinni. Á sama tíma eigum við að halda áfram að berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni í anda niðurstöðu stjórnlagaráðs. Þannig náum við fram grundvallarbreytingum á á auðlindaákvæðinu svo tryggt verði að allar auðlindir séu í eigu þjóðarinnar. Landbúnaður er mikilvægur bæði vegna matvælaöryggis og verndun lands. Ég treysti íslenskum bændum til að varðveita landsins gæði og skila landinu betra en þeir tóku við því. Auka þarf frjálsræði í framleiðslu landbúnaðarafurða, svo sem með heimaslátrun og vinnslu afurða heim á búunum. Treystum bændum til að skila okkur fullkominni vöru. Skólakerfið er svo ekki eins gott og við viljum hafa það, taka þarf af festu á þeim vanda sem þar er við að eiga og laga það sem úrskeiðis hefur farið. Það kostar tíma og peninga en kemur til með að skila sér margfalt til baka á komandi árum. Það kunna að vakna spurningar hjá þér, kjósandi góður, en hvernig á að fjármagna allar þessar aðgerðir? Því er til að svara að hægt að fjármagna og vinna að þessum aðgerðum á ýmsa vegu, t.d. með eðlilegri dreifingu á fjármagni og sanngjarnara skattkerfi. Einnig er hægt að líta til aukinnar og fjölbreyttrar atvinnu og framkvæmda um land allt af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Svo er hægt að minnka báknið og regluverkið vegna atvinnustarfsemi. Það er hægt að grípa til fjölmargra aðgerða til að fjármagna þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir fólkið í landinu ef vilji er fyrir hendi að vinna að því. Allavega mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en það tekst,“ segir Björn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni. Þar segir hann að hann hafi alist upp við hefðbundin sveitastörf en öfugt við það sem mætti halda þá hafi hann aldrei aðhyllst Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn heldur hneigðist hann snemma til jafnaðarstefnu. „Jafnaðarmennskan hefur verið mitt leiðarljós en hún fellur best að mínum hugsjónum. Af þeim sökum hef ég verið virkur í sveitarstjórnarmálum um allnokkuð skeið. Nú kunna einhverjir að hugsa með sér hvað vill hann upp á dekk á sjötugsaldri. Við því er einfalt svar: mér blöskrar einfaldlega hvernig staðan í þjóðfélaginu er í dag. Virðingarleysi virðist vera viðloðandi gagnvart öllu, ekki eingöngu gegn hlutum og eignum heldur einnig gegn fólki og þörfum þess. Ég get ekki lengur setið aðgerðalaus hjá og horft upp á meðan komið er fram við aldraða og öryrkja eins og annars flokks þegna. Það verður að bæta úr þessu strax því meðferð stjórnvalda á fólki er óviðunandi. Komist ég í þá stöðu að geta haft áhrif verður það mitt forgangsmál að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og afnema þá smán sem þar viðgengst. Sama gildir um fátækt í landinu enda á enginn að líða skort í þessu gjöfula landi. Slíkt er þjóðarskömm sem úr þarf að vinna. Björn Guðmundsson.Aðsend Ég vil að staðið verði við þau loforð sem gerð voru við stofnun lífeyrissjóða um að þeir eigi að bæta kjör fólks til viðbótar við almannatryggingakerfið og þannig eigi að afnema tafarlaust krónu á móti krónu skerðingu sem fengið hefur að viðgangast of lengi. Öllu fólki á að tryggja laun sem hægt er að lifa á. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, ég hef þá trú að allir vilji getað lifað með reisn. Heilbrigðismálin eru mér líka ofarlega í huga, á tilli dögum státum við okkur af því hvað við eigum gott kerfi. En er það svo um allt land í raun og veru? Nei, því miður skortir þar verulega mikið á. Við þurfum að stokka upp kerfið og endurskipuleggja það. En við eigum frábært starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem er okkur afar dýrmætt og vinnur þrekvirki á hverjum degi. Að þessu fólki þurfum við að hlúa, sérstaklega við þær aðstæður sem eru í samfélaginu í dag. Það virðist vera lenska þegar vel gengur þá er klappað á bakið á fólki, en þegar kemur að kjörum og peningum er komið annað hljóð í strokkinn og ekkert fjármagn sé til staðar. Þetta viðhorf getum við lagað ef við viljum. Í þessu sambandi verð ég að minnast á eina gullsetningu sem er í okkar ylhýra máli og kemur venjulega upp í aðdraganda kosninga en það er setningin (tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld). En er það framkvæmdin? Því er fljót svarað að svo er ekki. Ekki þarf að horfa lengra en til reksturs hjúkrunarheimila sem hefur verið í fjölmiðlum síðustu misseri þar sem sveitarfélög eru að gefast upp á rekstrinum og vísa því til ríkisins. Þessari eilífu baráttu við ríkisvaldið um fjármagn til rekstrar og viðhalds hjúkrunarheimila verður að linna. Komum þessu í lag og tryggjum öldruðum raunverulegt áhyggjulaust ævikvöld. Atvinna er svo ein af undirstöðum velferðar sérhvers manns. Því er nauðsynlegt að hlúa að aukinni atvinnustarfsemi og dreifa henni um land allt. Fara þarf í gegnum allt regluverkið og sjá hvar skórinn kreppir að í stofnun og rekstri fyrirtækja. Regluverkið þarf að vera gert einfalt og skýrt. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta strax þar sem markaðsleiðin á að vera notuð til grundvallar. Þannig fæst sanngjarnt verð fyrir aflaheimildirnar og útgerðirnar borga eðlilegt gjald fyrir afnot sinni af auðlindinni. Á sama tíma eigum við að halda áfram að berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni í anda niðurstöðu stjórnlagaráðs. Þannig náum við fram grundvallarbreytingum á á auðlindaákvæðinu svo tryggt verði að allar auðlindir séu í eigu þjóðarinnar. Landbúnaður er mikilvægur bæði vegna matvælaöryggis og verndun lands. Ég treysti íslenskum bændum til að varðveita landsins gæði og skila landinu betra en þeir tóku við því. Auka þarf frjálsræði í framleiðslu landbúnaðarafurða, svo sem með heimaslátrun og vinnslu afurða heim á búunum. Treystum bændum til að skila okkur fullkominni vöru. Skólakerfið er svo ekki eins gott og við viljum hafa það, taka þarf af festu á þeim vanda sem þar er við að eiga og laga það sem úrskeiðis hefur farið. Það kostar tíma og peninga en kemur til með að skila sér margfalt til baka á komandi árum. Það kunna að vakna spurningar hjá þér, kjósandi góður, en hvernig á að fjármagna allar þessar aðgerðir? Því er til að svara að hægt að fjármagna og vinna að þessum aðgerðum á ýmsa vegu, t.d. með eðlilegri dreifingu á fjármagni og sanngjarnara skattkerfi. Einnig er hægt að líta til aukinnar og fjölbreyttrar atvinnu og framkvæmda um land allt af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Svo er hægt að minnka báknið og regluverkið vegna atvinnustarfsemi. Það er hægt að grípa til fjölmargra aðgerða til að fjármagna þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir fólkið í landinu ef vilji er fyrir hendi að vinna að því. Allavega mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en það tekst,“ segir Björn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira