Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 20:24 Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44