Telja AstraZeneca hafa notað úrelt gögn við rannsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 08:41 Athugasemdir bandarískra yfirvalda við rannsókn AstraZeneca á virkni bóluefnisins eru líklegar til að tefja það að efnið fái markaðsleyfi vestanhafs. AP/Matthias Schrader Bandarísk yfirvöld telja að niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn á kórónuveirubóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum hafi stuðst við „úrelt gögn“. Því hafi fyrirtækið mögulega gefið ófullkomna mynd af virkni bóluefnisins. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13